Sonur Jóns Páls og frú fengu sér afar sér­stakt para-húð­flúr: „Ég vildi óska þess að ég ætti hug­­mynd­ina sjálf­ur“

Sig­mar Freyr Jóns­son, sonur Jóns Páls Sig­mars­sonar og Inga Jóns­dóttir fengu sér afar sér­stakt para- húð­flúr á dögunum.

Þau á­kváðu ný­verið að flúra hvorn liðs­mann Tví­höfða á upp­hand­leggina sína.

Í sam­tali við mbl.is segir Sig­mar hug­myndina hafa kviknað fyrir um hálfu ári.

Hug­myndina má rekja til þess að þau hafi oft­sinn­is hlustað sam­an á þætti þeirra Sig­ur­jóns og Jóns Gnarrs sem voru á dag­­skrá Rás­ar 2 á sunnu­dags­kvöldum til fjölda ára.

Sig­mar vill þó ekki taka heiður­inn af hug­­mynd­inni af henni Ingu:

„Ég vildi óska þess að ég ætti hug­­mynd­ina sjálf­ur,“ segir Sig­mar í sam­tali við mbl.is

Spurður um hvort það væri á­greiningur um hvorn þeirra þau myndu fá sé segir hann nei.

„Nei það var mjög auð­velt. Ég spurði fyrst hvort ég mætti fá Jón og hún þá Sig­ur­jón og það var sam­þykkt.“

And­lits­­mynd­irn­ar eru fegn­ar af plöt­unni Kondí fíl­ing sem var gef­in út árið 1999. Sig­mar seg­ir það hafa verið niður­staða nokk­urr­ar rann­­sókn­ar­vinnu í sam­ráði við flúr­ar­ar­ann Brynj­ar úr Ugly Brot­h­ers.