Sönn ís­lensk sorgar­saga: Ungur og heilsu­hraustur faðir „smitaður af CO­VID og berst fyrir lífi sínu“

Ungur maður á milli fertugs og fimmtugs sem var við góða heilsu og ekki í á­hættu­hópi, var fluttur á börum út úr fjöl­býlis­húsi með súr­efnis­grímu fyrir vitum sér í gær. Maðurinn hafði verið í ein­angrun á heimili sínu. Steinar B. Aðal­björns­son, næringar­fræðingur, greinir frá þessu á sam­fé­lags­miðlum og birtir frá­sögnina í þeim tilgangi til að ýta við fólki að fara eftir ráðum Víðis Reynis­sonar yfir­lög­reglu­þjóns, sem hefur gagn­rýnt að í­trekað sé verið að brjóta sam­komu­bann eða tveggja metra regluna.

Steinar hefur frá­sögnina á þessum orðum:

„Sönn ís­lensk sorgar­saga frá því í gær. Að fjöl­býlis­húsi kom sjúkra­bíll. Inn hlupu sjúkra­flutninga­menn. Stuttu seinna kom annar sjúkra­bíll. Inn hlupu fleiri sjúkra­flutninga­menn.“

Hann bætir við að fjórir sjúkra­fluttningar­menn hið minnsta hafi farið inn í í­búðina. Allir í klæðnaði til að verjast CO­VID-19. Steinar segir að sjúkra­fluttningar­mennirnir hafi farið inn í íbúð þar sem ein­stæður faðir er bú­settur, á milli fer­tugs og fimm­tugs. Steinar segir:

„Hann er al­mennt við góða heilsu, ekki í á­hættu­hópi, reykir ekki né er of feitur. Hann á tvö ung­menni, stúlku og dreng. Hann var í ein­angrun heima hjá sér,“ segir Steinar og bætir við:

„Stúlkan kemur að húsinu um það bil þegar sjúkra­flutninga­mennirnir koma, hún er há­grátandi. Hún sest niður úti á plani. Við hliðina á bílnum sínum, sem lagt var á planinu. Hún hjúfrar sig saman og heldur á­fram að gráta.“

Stuttu seinna komu sjúkra­fluttningar­mennirnir út úr í­búðinni. Þeir voru með börur á milli sín.

„Á börunum lá pabbinn með súr­efnis­grímu fyrir vitum sér,“ segir Steinar og bætir við:

„Hann er smitaður af CO­VID19 og berst nú fyrir lífi sínu.“

Þá beinir Steinar að lokum þessum mikil­vægu skila­boðum til Ís­lendinga.

„Leyfðu fólki í kringum þig að njóta vafans, hvort sem það er í búðinni eða annars staðar! Ekki vera kjáni - gerðu eins og Víðir biður þig um!“