Sölvi velur besta ís­­lenska sjón­­varps­manninn – Vill sjá hann sem oftast á skjánum

3. apríl 2020
17:12
Fréttir & pistlar

„Ég hef alls konar skoðanir á frammi­stöðu fjöl­miðla undan­farnar vikur, eins og eðli­legt er fyrir mann sem á það til að þykjast vita allt best,“ segir Sölvi Tryggva­son, fyrr­verandi fjöl­miðla­maður og fyrir­lesari.

Það þekkja flestir Sölva enda var hann vin­sæll sjón­varps­maður á árum áður. Undan­farin misseri hefur Sölvi þó látið meira að sér kveða á sviði and­legrar og líkam­legrar heilsu og haldið ófáa fyrir­lestrana.

Sölvi segir að þó hann hafi ýmsar skoðanir á fjöl­miðlum sé lítil eftir­spurn eftir nei­kvæðum sófa­sér­fræðingum. Hann nýtir því tæki­færið á Face­book-síðu sinni til að hrósa einum til­teknum sjón­varps­manni – Sig­mari Guð­munds­syni.

„Þegar ég sá Sig­mar Guð­munds­son í sjón­varps­settinu í vikunni mundi ég hvað mér hefur alltaf fundist hann flinkur í því hlut­verki. Eftir að hafa unnið sjálfur við að taka sjón­varps­við­töl í rúman ára­tug veit ég allt um það hversu vanda­samt það getur verið að gera það með sóma. Þegar hæfi­leikar og reynsla koma saman verður út­koman góð. Ég vil sjá Sig­mar sem oftast í sjón­varpinu. Ef ég væri að velja mitt fimm manna úr­vals­lið af ís­lenskum sjón­varps-spyrlum yrði Sig­mar fyrir­liði,“ segir Sölvi.

Ó­hætt er að segja að margir taki undir hrósið. Frosti Loga­son, út­varps­maður og einn um­sjónar­manna Ís­lands í dag, segir til dæmis: „Simmi er número úno. Flottasta fyrir­myndin.“ Þor­grímur Þráins­son, rit­höfundur og fyrr­verandi lands­liðs­maður í fót­bolta, segir: „Fag­maður fram í fingur­góma og drengur góður.“

Þá segir Ragn­hildur Steinunn Jóns­dóttir fjöl­miðla­kona ein­fald­lega: „Frá­bær!“

Hvað segja lesendur? Hver er í uppáhaldi hjá þér í sjónvarpinu?