Sölvi segir sögusagnir „þvætting frá upphafi til enda“

Undan­farn­a daga hafa geng­ið há­vær­ar sög­u­sagn­ir um að fjöl­miðl­a­mað­ur­inn Sölv­i Tryggv­a­son hafi keypt sér kyn­lífs­þjón­ust­u og geng­ið í skrokk á vænd­is­kon­u og hef­ur mál­ið ver­ið mik­ið rætt á sam­fé­lags­miðl­um, þrátt fyr­ir að hann hafi ekki ver­ið nafn­greind­ur. Sölv­i birt­i færsl­u á Insta­gram-síðu sinn­i þar sem hann svar­að­i þess­um slúð­ur­sög­um og seg­ir þær úr laus­u loft­i gripn­ar.

Sölv­i tjáð­i sig um sög­u­sagn­irn­ar á Insta­gram-síðu sinn­i.
Skjáskot/Instagram

„Síð­ust­u daga hafa geng­ið ó­­­trú­­leg­a rætn­ar slúð­ur­­sög­ur um mig í þjóð­­fé­l­ag­in­u sem eiga sér enga stoð í raun­v­er­u­­leik­an­um,“ skrif­ar Sölv­i og birt­i skjá­skot af mál­a­skrá lög­regl­u frá 1. apr­íl þar sem eng­in mál eru skráð á hann. „Eins og þarn­a kem­ur skýrt fram hef­ur lög­r­egl­an ekki haft nein af­­skipt­i af mér, bein eða ó­­bein, á þeim tíma sem þess­i at­v­ik eiga að hafa átt sér stað. Þett­a verð­ur ekki skýr­ar­a. Það er ekk­ert til í þess­um slúð­ur­­sög­um.“

Hann seg­ir mál­ið hafa haft mik­il á­hrif á sig og fjöl­skyld­u sína, hann hafi ver­ið sem lam­að­ur síð­an sög­urn­ar bár­ust hon­um til eyrn­a. Fjöl­miðl­ar hafi í­trek­að sett sig í sam­band við hann og spurt hann út í mál­ið en einn fjöl­mið­ill gerð­i frétt um mál­ið án þess þó að nafn­grein­a Sölv­a. Hann hafi átt erf­itt með að trúa að fólk skild­i dreif­a slík­um orð­róm­i um sig.

„Ég óska eng­um að lend­a í þeirr­i hakk­a­­vél sem slúð­ur­­sög­ur eru. Þær eru mann­­skemm­and­i, nið­ur­­­brjót­and­i og hafa vald­ið mér og mín­um meir­a hug­ar­­angr­i en ég hefð­i get­að í­­mynd­að mér. Ég verð allt­af jafn undr­and­i á að fólk sé til í að tala illa um ná­ung­ann; fólk af hold­i og blóð­i með til­­finn­ing­ar og fjöl­­skyld­u. Hætt­um þess­u!“ seg­ir Sölv­i að lok­um.