Sólveig Anna: Snekkjurnar skemma útsýnið – „Megi þeir fokka sér sem lengst í burt“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er allt annað en sátt við glæsisnekkjurnar sem liggja fyrir utan Reykjavík þessa dagana og eru vel sýnilegar til dæmis frá Sæbrautinni.

Sólveig Anna vill meina að snekkjurnar eyðileggi útsýni borgarbúa yfir Faxaflóa.

„Hversu lengi eiga þessir arðræningjar og náttúruníðingar að fá að eyðileggja útsýnið okkar með arðráns-uppskeru sinni? Megi þeir fokka sér sem lengst í burt sem allra fyrst,“ segir Sólveig Anna í færslu á Facebook-síðu sinni.

Stærri snekkja, Sailing Yacht A, er í eigu rússneska milljarðamæringsins Andrey Melnichenko og hefur hún verið hér við land undanfarnar vikur. Snekkjan er ein sú glæsilegasta í heimi og það af augljósum ástæðum. Hin snekkjan er aðeins minni í sniðum en þó ekki síður glæsileg eins og sjá má.