Sól­veig Anna: Ríka fólkið má kaupa Ís­land – Hjónunum sem vildu bara öryggi sparkað úr landi

„Þetta er svo ó­geðs­legt að það nær engri átt,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, um mál egypsku fjöl­skyldunnar sem vísað var úr landi í morgun.

Um fátt hefur verið meira rætt undan­farna daga en mál fjöl­skyldunnar, hjónanna með fjögur ung börn, sem dvalið hafa á Ís­landi í rúm tvö ár. Fjöl­skyldan hafði komið sér vel fyrir hér á landi og voru börnin til dæmis búin að eignast vini og læra ís­lensku.

Sól­veig Anna segir að er­lendir stór-kapítal­istar komist upp með að kaupa land í stórum stíl í gegnum eignar­halds­fé­lög á sama tíma og þvingaðri brott­för er beitt gegn fjórum að­fluttum börnum. Enginn hafi í raun yfir­sýn yfir það land­svæði sem þessir er­lendu aðilar ná að sölsa undir sig.

„Eigna­laust fólk í leit að skjóli, fólk sem vill bara fá agnar­lítið pláss til að ala upp börnin sín í sam­fé­laginu okkar þarf að þola að vera rekið burt líkt og þau séu stór­hættu­legir glæpa­menn á meðan við þolum að sjálft landið verði eign ein­hvers fólks sem kemst upp með hvað sem er í krafti síns auð­magns,“ segir Sól­veig Anna á Facebook-síðu sinni og bætir við:

„Chad og Ellen Pike, hvíta og ríka fólkið, hátt­settir aðilar í al­þjóð­lega fjár­festingar­heiminum, mega kaupa eins mikið af Ís­landi og þeim sýnist en Doaa og I­bra­him sem eiga ekkert nema börnin sín 4 mega ekki einu sinni fá pín­ku­lítið pláss til að þurfa ekki að vera hrædd, þurfa ekki að vera hvergi vel­komin. Þetta er svo ó­geðs­legt að það nær engri átt. Ég for­dæmi þau sem taka þátt í að við­halda þessu ömur­lega rugli, arf­leið ras­isma og heims­valda­stefnu, yfir­burða­hyggju hvíta kyn­stofnsins og al­valds hinna auðugu.“