Sól­veig Anna hjól­ar í Morg­un­blað­ið: „Ó­heið­ar­leik­i sumr­a ríð­ur ekki við ein­teym­ing“

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, fer hörðum orðum um rit­stjórnarpistil Morgun­blaðsins í dag og sakar rit­stjóra blaðsins um tví­skinnung í kjara­málum.

Í pistlinum fagnar rit­stjóri Morgun­blaðsins nýjum fimm ára kjara­samningum Ál­versins í Straums­vík við stéttar­fé­lög starfs­manna sem sagt er vera „langur tími fyrir kjara­samninga hér á landi og skapar stöðug­leika í rekstri ál­versins og um leið öryggi fyrir starfs­menn“.

Sól­veig segir þetta skjóta skökku við og rifjar upp ný­liðna tíma þegar „for­svars­menn eig­enda at­vinnu­tækjanna fóru um alla fjöl­miðla æpandi að EKKERT ANNAÐ kæmi til greina en að svíkja gerða Lífs­kjara­samninga en gildis­tími þeirra er ein­mitt nokkuð langur“.

Sól­veig vísar þarna í deilur síðasta hausts þegar Sam­tök At­vinnu­lífsins og verka­lýðs­for­ystan deildu um lífs­kjara­samninga og sögðu for­sendur þeirra brostnar.

„Vitiði hver vildu ekki segja upp hinum löngu samningum? Vinnandi fólk. Og vitiði hvers vegna? Af því að það, vinnandi fólkið, vildi bara fá að hafa ör­lítinn stöðug­leika í lífinu sínu,“ skrifar Sól­veig.

Hún segir rit­stjóra Morgun­blaðsins hafa verið helstu klapp­stýru „hins tryllings­lega há­væra minni­hluta ís­lenskra samnings-upp­segjara“ og furðar sig því á því að um­ræddur rit­stjóri sé núna að mæra langa kjara­samninga í pistli sínum.

„Já, kæra fólk, svona bara er þetta; ó­heiðar­leiki sumra ríður ekki við ein­teyming og þess­vegna skiptir svo miklu máli fyrir ís­lenskt auð­vald að eiga sína fjöl­miðla og sína rit­stjóra; sam­einuð í ó­heiðar­leikanum svífast þau einskis og eru bók­staf­lega á­vallt til­búin til að RÖFLA það sjúka röfl sem þörf er á hverju sinni,“ skrifar Sól­veig en endar pistilinn á því að óska starfs­mönnum Ál­versins í Straums­vík til hamingju með nýju kjara­samningana.