Sóley Tómasdóttir, fyrrum oddviti VG segir á Facebook að hún styðji Dag. B Eggertsson borgarstjóra Reykjavíkur í sveitastjórnarkosningunum í dag.
„Ég er ekki með kosningarétt í Reykjavík í dag. En þó kona hætti i borgarpólitíkinni verður borgarpólítíkin ekki tekin úr henni svo glatt.“
Hún heldur áfram og segir að valið sé augljóst. “Dagur hefur borið af í öllum oddvitaumræðum og með honum er fólk sem ég treysti best til að halda áfram að þétta byggð og byggja upp almenningssamgöngur. Auk þess er Samfylkingin með ítarlegustu og trúverðugustu stefnuna í jafnréttismálum. X-S!“
Þetta vekur mikla athygli, enda var Sóley oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur á árunum 2009-2016.