Sól­ey snýr baki við VG og kýs Dag: “Dagur hefur borið af í öllum odd­vita­um­ræðum“

Sól­ey Tómas­dóttir, fyrrum odd­viti VG segir á Face­book að hún styðji Dag. B Eggerts­son borgar­stjóra Reykja­víkur í sveita­stjórnar­kosningunum í dag.

„Ég er ekki með kosninga­rétt í Reykja­vík í dag. En þó kona hætti i borgar­pólitíkinni verður borgar­pólítíkin ekki tekin úr henni svo glatt.“

Hún heldur á­fram og segir að valið sé aug­ljóst. “Dagur hefur borið af í öllum odd­vita­um­ræðum og með honum er fólk sem ég treysti best til að halda á­fram að þétta byggð og byggja upp al­mennings­sam­göngur. Auk þess er Sam­fylkingin með ítar­legustu og trú­verðugustu stefnuna í jafn­réttis­málum. X-S!“

Þetta vekur mikla at­hygli, enda var Sól­ey odd­viti Vinstri­hreyfingarinnar- græns fram­boðs í borgar­stjórn Reykja­víkur á árunum 2009-2016.

Fleiri fréttir