Sól­ey sendir Boga og Ólafi tóninn: „Þið getið valið hvort þið við­haldið karl­lægri áru“

Þeir Bogi Ágústs­son frétta­maður og Ólafur Þ. Harðar­son eru ó­rjúfan­legur hluti kosninga­nætur fyrir marga Ís­lendinga og standa vaktina í kosninga­sjón­varpi RÚV. Sól­ey Tómas­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­trúi Vinstri grænna, biðlar til þeirra fé­laga á Face­book að breyta orða­notkun sinni í kosninga­sjón­varpinu.

„Má ég biðja ykkur í fyllstu vin­semd um að reyna að tala um fólk en ekki menn og um þau en ekki þá í út­sendingunni á morgun?

Það er bæði mikil­vægt af því að í eigin­lega öllum til­fellum er það réttara - og svo gegnið þið tveir líka mikil­vægu hlut­verki í að skapa, við­halda og breyta í­mynd stjórn­málanna.

Þið getið valið hvort þið við­haldið karl­lægri áru með karl­lægu mál­fari eða hvort þið hjálpið til við að breyta í­mynd stjórn­málanna í vett­vang þar sem gert er ráð fyrir fólki af öllum kynjum.

Bestu kveðjur og gangi ykkur allt í haginn,“ skrifar Sól­ey.