Sól­brún Krist­rún sökuð um sótt­kvíar­brot: „Ég var hrein­lega í sjokki!“

Krist­rún Úlfars­dóttir segist hafa verið í sjokki og ekki náð að svara fyrir sig þar sem hún var sökuð um sótt­kvíar­brot í mat­vöru­verslun í gær af eldri manni. Krist­rún deilir sögu sinni inni á Face­book hópnum Góða systir.

„Ég er að labba um að versla, eigin­lega bara í eigin heimi. Ég var búin að heyra ein­hver læti út undan mér en var ekkert að pæla í því fyrr en það var togað í peysuna mína.

Þar er eldri maður á háa c-inu að garga á mig: Átt þú ekki að vera í sótt­kví? Djöfulsins lið sem getur ekki verið bara kjurrt á ís­landi þegar að heimurinn er í klessu, alltaf að fara til sólar­landa að sóla sig.“

Krist­rún segist hrein­lega bara hafa verið í sjokki. Hún hafi út­skýrt fyrir manninum að hún hafi ekki farið til út­landa, einungis tekið lit í ís­lenskri sól. Maðurinn gaf sig hins­vegar ekki og spurði: „Ertu með sönnun fyrir því?“