Snjóar á höfuðborgarsvæðinu: Fólk hvatt til að sýna aðgát

Þá er byrjað að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt veðurstofu er spáð norðvestan hvassviðri á svæðinu og éljagangi í dag.

Gefin hefur verið út gul viðvörun og gildir hún frá kl. 13 og til miðnættis.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Einnig beinir lögreglan þeim tilmælum til verktaka að ganga vel frá byggingar – og framkvæmdasvæðum sínum og girðingum í kringum þau.