Snjallmenni Vinnumálastofnunar ergir atvinnuleitanda: „Ertu fáviti?“

30. júlí 2020
13:00
Fréttir & pistlar

Atvinnuleitandi einn, sem missti vinnuna í kjölfar kórónuveirufaraldursins, taldi sig hafa skilað inn öllum gögnum til Vinnumálastofnunar og varð því afar ósáttur þegar hann fékk ekki fullar atvinnuleysisbætur greiddar.

Eftir að hafa beðið í klukkustund á bið í símanum, án þess að ná sambandi við starfsmann, ákvað maðurinn að senda fyrirspurn Vinný, glænýtt og atvinnusparandi snjallmenni Vinnumálastofnunarinnar.

Vinný.jpg

Samskiptin voru atvinnuleitandanum um megn

Fyrirspurnin var einföld: Búinn að skila inn staðfestingu á starfstímabili. Af hverju fæ ég ekki fullar atvinnuleysisbætur?

Snjallmennið Vinný svaraði að bragði: „Ég náði þessu ekki, viltu umorða spurninguna?“

Þá var atvinnuleitandanum öllum lokið. „Ertu fáviti?“ spurði hann í þjósti.

Vinný brást þá umsvifalaust við og svaraði: „Því miður hefur mér ekki verið kennt þetta efni.“

Þá var hinum vonsvikna atvinnuleitanda öllum lokið og sleit samtalinu.