Smit á Akra­nesi: Allir sem fóru í ræktina þurfa að fara í sótt­kví

Allir þeir sem fóru í líkams­rækt í líkams­ræktar­salnum á Jaðars­bökkum á Akra­nesi þriðju­daginn 15. septem­ber síðast­liðinn þurfa að fara í sótt­kví. Á­stæðan er sú að ein­stak­lingur, sem ný­lega greindist með CO­VID-19, hafði stundað líkams­rækt í salnum þennan dag.

Frá þessu er greint á vef Akra­nes­bæjar.

„Fyrir­mæli smitrakningar­teymis er að allir sem sóttu líkams­ræktina sem iðk­endur um­ræddan dag þurfa að fara í sótt­kví til og með þriðju­deginum 22. septem­ber nk. Við­komandi losnar úr sótt­kví í fram­haldinu þegar hann hefur farið í skimun og fengið nei­kvæða niður­stöðu,“ segir á vef bæjarins.

Þá segir að halda þurfi sér­stak­lega utan um skráningu þeirra sem fara í sótt­kví og mun fram­kvæmda­stjóri ÍA annast skráningu og miðlun upp­lýsinga.

„Mikil­vægt er að bregðast við þessu sem fyrst svo unnt sé að lág­marka hættuna á frekari út­breiðslu smitsins,“ segir á vef bæjarins þar sem nálgast má frekari upp­lýsingar.