Skúli væri til í annað WOW-ævintýri

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW segist vera til í annað WOW-ævintýri að því er fram kemur í einstaklega hispurslausu viðtali við hann í nýjasta helgarblaði Fréttablaðsins.

Myndirðu gera þetta allt aftur?

„Tvímælalaust.“

Ertu viss?

„Algjörlega. WOW er ævintýri lífs míns og ég hefði ekki viljað missa af einum degi í allri þeirri rússibanareið sem rekstur félagsins var. Þarna var samankominn ótrúlegur hópur fólks sem bjó til einstaka stemningu og liðsheild sem vann kraftaverk á hverjum degi. Ég sakna þess gríðarlega að hafa ekki fengið tækifæri til að klára það mikla starf sem WOW-liðið var búið að byggja upp og var einstakt á heimsvísu. Við vorum ein stór fjölskylda.“