Skúli: Gríma er miklu meiri töffari en ég

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW segist hafa náð jarðtenginu á jörð fjölskyldunnar í Hvammsvíkinni eftir fall félagins fyrir hálfu þriðja ári. Hann leggur spilin á borðin í helgarviðtali Fréttablaðsins og segir að sveitalífið hafi kennt honum að leita ekki langt yfir skammt.

„Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjum saman sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun. Og henni er ekki fisjað saman,“ segir Skúli og nú nær brosið til augnanna. „

Einu sinni fældi hundur hér í Hvammsvíkinni fjárhóp úr Brynjudalnum svo ég varð að hendast á fjórhjóli upp um allar hlíðar til að bjarga hjörðinni. Þegar ég kom til baka fann ég Grímu hvergi, fyrr en ég sá hana ganga á land niðri í vík, kviknakta, eftir að hafa synt eina 50 metra á haf út til að bjarga þar einni kindinni á land. Gríma er miklu meiri töffari en ég.“