Snædís Snorradóttir skrifar

Skrefinu lengra í kvöld kl 21:30

4. febrúar 2020
13:41
Fréttir & pistlar

Í þættinum Skrefinu lengra í kvöld fer Snædís í Rafmennt og Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins. 

Rafmennt býður uppá endurmenntun rafiðnaðarmanna, meistaranám og sveinsnám. Stöðug þróun er á flestum sviðum rafiðnaðarins og rætt er við þá Þór og Guðfinn um mikilvægi endurmenntunar. Rafmennt býður einnig uppá ýmiskonar námskeið fyrir einstaklinga til sérmenntunar. 

\"\"

Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins sérhæfir sig í greiningu barna með fötlun eða röskun. Þau bjóða uppá námskeið fyrir aðstandendur, kennara og skóla til upplýsinga um greiningar og hvernig best er að meðhöndla, skilja og aðstoða börn með greiningar. 

\"\"

Missið ekki af upplýsandi og fræðandi þætti af Skrefinu lengra í kvöld á Hringbraut kl 21:30.