Skolaði sam­fé­lags­miðla­stjörnu í burtu: „Þetta grey“

Guðni Þor­björns­son, starfs­maður verslunarinnar ARTPRO á Bílds­höfða birti á föstu­daginn langa Face­book færslu þar sem hann lýsti því hvernig sam­fé­lags­miðla­stjarnan Viðar, „Enski“ Skjól­dal hefði í­trekað ó­náðað starfs­menn verslunarinnar.

Segir hann í færslunni að Viðari, sem er með mörg­þúsund fylgj­endur á sam­fé­lags­miðlinum Snapchat, hefði verið vísað vin­gjarn­lega út alls fjór­tán sinnum á einni klukku­stund.

Bíll Viðars hafi auk þess verið lagt beint fyrir utan verslunina og mengun bílsins farin að teygja sig inn í hana.

Guðni segir Viðar fyrst hafa verið elsku­legan og þakk­látan. Hann hafi þó auð­sjáan­lega verið ölvaður og fljótt farið að ausa fúk­yrðum yfir starfs­menn verslunarinnar.

„Við vorum að hans sögn ekkert annað en fífl og fá­vitar að vilja ekki vera stuðnigs­aðilar hans með því að styðja hann í sínum stjörnu­heimi sam­fé­lags­miðla. Að lokum brást hann mjög illa við okkar til­mælum sem varð til þess að við urðum að “skola honum burt“ með slöngu og há­þrýsti­vatni eftir að hafa mót­tekið allar heimsins hótanir frá honum um að hann væri svona og þetta mikil sam­fé­lags­miðla“stjarna“ með 30 þúsund fylgj­endur o.s.frv. bla bla,“ skrifar Guðni.

„Ekki vill ég þessu greyji nokkuð illt, en þetta var leiðin­lega skraut­leg upp­á­koma - sem endaði svo með því að því mér sýndist að löggi­mann hirti þau hjúin piss­full á mauk-klesta bílnum. Ég ætla bara rétt að vona að stuðnings­aðilar greysins séu stoltir bak­hjarlar.
Með­fylgjandi eru smá sam­hengis­laus brot af upp­tökum úr eftir­lits­mynda­véla­kerfi okkar í dag. Ég birti þetta einungis þar sem ég vill vera viss um að okkar hlið málsins komi skírt fram.“

Fleiri fréttir