Skógarböðin skarta stórfenglegu útsýni yfir Eyjafjörðinn

Á dögunum opnuðu Skógarböðin sem eru steinsnar frá Akureyri sem margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Lónið er staðsett, líkt og nafnið gefur að kynna, í skógi innan um stór og mikil tré. Þar er hægt að baðað sig og njóta náttúrunnar inni í þéttvöxnum skóginum með útsýni yfir fjörðinn og Akureyri. Sjöfn heimsækir Tinnu Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Skógarbaðanna í böðin og fær að heyra söguna um tilurð Skógarbaðana og því sem þar er í boði.

Skógarböðin 3.jpg

Hjón­in Finn­ur Aðal­björns­son og Sig­ríður María Hammer, voru búin að vera með hug­mynd­ina í mag­an­um í þó nokk­urn tíma. MYNDIR/AÐSENDAR.

Aðspurð út í sögu og aðdraganda verkefnisins segir Tinna að aðaleigendurnir, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, séu búin að vera með hugmyndina í maganum í þó nokkurn tíma, en þó sé innan við ár frá því framkvæmdir við húsið hófust.

„Skógarböðin eru hönnuð af Basalt arkitektum sem einnig hönnuðu Bláa lónið og Sjóböðin á Húsavík í samráði við eigendurna sem einnig komu með margar góðar hugmyndir í sarpinn,“ segir Tinna og mikil ánægja sem með heildarútkomuna á hönnuninni.

Skógarböðin 2.jpg

Í lón­inu má finna tvær laug­ar, kald­an pott, saunu og tvo bari. MYNDIR/AÐSENDAR.

„Í lóninu er stór laug, önnur minni, kaldur pottur og sauna. Auk þess má finna þar tvo bari í laugunum. Fólk getur setið hérna og legið og notið stórfenglegs útsýnis yfir fjörðinn og yfir Akureyri. Tengst náttúrunni hérna á fallegan hátt,“ segir Tinna full tilhlökkunar fyrir sumrinu og því sem framundan er í Skógarböðunum.

Skógarböðin 4.jpg

Þurrgufan skarta líka stórfenglegu útsýni yfir Eyjafjörðinn. MYNDIR/AÐSENDAR.

Missið ekki af lifandi og skemmtilegri Sjafnar heimsókn í Skógarböðin í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00. Sjón er sögu ríkari.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: