Skiptum lokið hjá Ellý Ármanns: 62 milljón króna gjaldþrot

Gjaldþrotaskiptum er lokið í búi fjölmiðlakonunnar og listmálarans Ellý Ármannsdóttur. Lýstar kröfur í búið námu um 62,5 milljónum króna en engar eignir fundust í búinu. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu í dag.

Ellý hefur verið opinská um baráttu sína við að forðast gjaldþrotið. Rétt fyrir áramót ræddi hún baráttuna hipsurslaustí viðtali við Fréttablaðið í kjölfar þess

Í viðtalinu sagðist Ellý hafa verið að bíða eftir gjald­þrotinu. Fjár­hags­vand­ræði hennar eiga rætur sínar að rekja til skilnaðar árið 2017.

„Ég missti allt. Ég var í skilnaði og það var allt skrifað á mig. Síðan þá er ég búin að vera bíða eftir að þetta fari í gegn. Ég reyndi að mála upp í skuldina, ég reyndi að klóra mig upp á bakkann en það var ekki hægt. Ég náði því ekki,“ segir Ellý og bætir við að þetta sé eigin­lega á­stæðan fyrir því að hún hafi byrjað að mála á sínum tíma.

Fjár­hags­vand­ræðin tóku mikið á Ellý á sínum tíma og reikaði hugur hennar á dimma staði eftir að hún og fyrrverandi eigin­maður hennar misstu húsið.

„Mig langaði að hengja mig á sínum tíma. Þetta er satt. Ég er alveg hrein­skilin með það en það er það sem fólk fer í gegnum. En ég veit í dag að þetta var ekki mér að kenna,“ segir Ellý sem horfir nú hins vegar fram á veginn. „En svo hugsaði ég „nei ég ætla ekki að láta þetta buga mig.“

Ellý segist hafa talið sig getað samið við bankann. „En þeir voru ekki fyrir það og ég reyndi og reyndi og lagði mig virki­lega fram við það en núna er þetta loksins farið í gegn.“

Þrátt fyrir áfallið sem gjaldþrot sannarlega er þá sé hún brött og horfir fram á veginn. „Bankinn tók húsið, reikningunum mínum lokað og ég má ekki eiga neitt í tvö ár en það tekur enginn andar­dráttinn minn frá mér,“ segir Ellý Ármanns.