Skip­stjóri hjá Sam­herja ó­sáttur við Helga Seljan: „Helgi Seljan mokar skít alla daga á inter­netinu“

Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, heldur á­fram að gagn­rýna Helga Seljan, frétta­mann Ríkis­út­varpsins. Páll skrifaði pistil á dögunum sem bar yfir­skriftina Rit­sóðinn Helgi Seljan. Nú hefur hann skrifað annan pistil sem birtist á vef Vísis undir yfir­skriftinni Rit­sóðinn Helgi Seljan II.

Leiða má líkum að því að Páll sé í grunninn ó­sáttur við um­fjöllun Helga og frétta­skýringa­þáttarins Kveiks um mál­efni Sam­herja í Namibíu. Í pistli sínum nefnir hann þó dæmi sem eru ó­tengd mál­efnum Sam­herja, meðal annars um­mæli Helga á sam­fé­lags­miðlum sem honum þykja orka tví­mælis í ljósi þess að Helgi er starfs­maður Ríkis­út­varpsins.

Páll nefnir dæmi:

„Hinn 26. nóvember 2019 „taggaði“ Helgi for­stjóra Sam­herja, Björg­ólf Jóhanns­son, á Face­book og skrifaði: „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vand­ræðum þínum við að höndla ein­faldar stað­reyndir um eignar­hald fyrir­tækisins sem þú nú stýrir; saman­ber þetta með Heina­ste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auð­lesið inter­netið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrotta­fengnari lýsingarnar af af­leiðingum þessa alls.“ Yfir­lætið leynir sér ekki í þessum skrifum frétta­mannsins en menn sem þannig eru inn­réttaðir grípa stundum til hroka til að breiða yfir eigin minni­máttar­kennd.“

Páll nefnir svo annað dæmi:

„Hinn 9. desember upp­nefndi hann vef­ritið Viljann.is sem Villain.is vegna skrifa miðilsins um Namibíu­málið svo­kallaða. „Enn mis­skilja þeir Namibíu­menn. Sáu þeir ekki yfir­lýsingu Sam­herja og djúp­köfun Villain.is eftir réttu og röngu þarna?“ skrifaði Helgi á Twitter. Velta má fyrir sér hversu sóma­sam­legt það er af starfs­manni ríkis­fjöl­miðils að upp­nefna aðra fjöl­miðla sem eru honum ekki þóknan­legir.“

Páll nefnir svo Twitter-færslu Helga um Línu Birgittu sem vakti tals­verða at­hygli á dögunum. Lína hafði hreykt sér af því að fá um­fjöllun í hinu virta tísku­tíma­riti Vogu­e, en Helgi sagði að lík­lega væri um keypta um­fjöllun að ræða.

„Þau eru drjúg og mikil­væg dags­verkin hjá frétta­manni Ríkis­út­varpsins. Þeir eru jafnt stórir sem smáir sem fá að finna fyrir rétt­lætis­vendinum mikla sem Helgi Seljan sveiflar á netinu. Það er hins vegar ekki mikið göfug­lyndi eða karl­mennska fólgin í því að nota frægð sína og á­hrif til að troða niður í svaðið unga konu sem er að reyna að koma hönnun sinni á fram­færi.“

Páll segir að skrifin endur­spegli van­líðan og þörf fyrir viður­kenningu. „Þeir sem eru dug­legir á sam­fé­lags­miðlum hafa aug­ljós­lega mikla þörf fyrir at­hygli og viður­kenningu. Og Helgi Seljan mokar skít alla daga á inter­netinu að því er virðist í þeirri við­leitni að fá at­hygli og viður­kenningu með­borgara sinna. Það eru þó ekki allir, sem skrifa á Face­book og Twitter, fastir í rot­þró veraldar­vefsins eins og Helgi Seljan.“

Pistil Páls má lesa í heild sinni hér.