Skilur ekki hvers vegna ekki þarf að bera grímur á opin­berum stöðum á Ís­landi

21. september 2020
16:00
Fréttir & pistlar

„Skil ekki af hverju ekki er farið fram á and­lits­grímur í öllum verslunum og öðrum opin­berum stöðum. Hér á Spáni og í Frakk­landi eru allir með grímur nema þegar sest er niður á veitinga­stöðum,“ segir fjöl­miðla­maðurinn Sigur­steinn Más­son.

Sigur­steinn hefur að undan­förnu dvalið á Spáni og í Frakk­landi og eins og hann bendir á eru nær allir með grímur fyrir vitum sér.

„Við búum við þannig gust og fá­menni að engin á­stæða er til að bera grímur utan­dyra en innan­dyra á opin­berum stöðum finnst mér það sjálf­sagt og alveg orðinn vanur því,“ segir Sigur­steinn í at­huga­semd við færslu Egils Helga­sonar á Face­book.

Egill deildi þar frétt sem birtist hjá The Ob­server um helgina, en þar kom meðal annars fram að fjar­lægð milli fólks hefði miklu meira að segja en hand­þvottur þegar kemur að því að tak­marka út­breiðslu kórónu­veirunnar sem veldur CO­VID-19.

„Svo lengi sem á­hersla er lögð á hand­þvott, frekar en góða loft­ræstingu og hættuna á úða­smiti munum við ekki ná stjórn á far­aldrinum,“ hafði Ob­server eftir Juli­an Tang, veiru­fræðingi hjá sjúkra­húsinu í Leicester á Eng­landi. Bresk yfir­völd hafa lagt mikla á­herslu á hand­þvott í far­aldrinum til þessa.

Svo virðist vera sem aukin á­hersla sé að verða á notkun hlífðar­grímna og er til dæmis skylda að nota hlífðar­grímur í öllu á­ætlunar­flugi, bæði innan­lands og milli landa hér á landi. Þá er þess krafist að notaðar séu grímur í þjónustu við ein­stak­linga sem krefst ná­vígis, til dæmis þegar fólk fer í nudd, sjúkra­þjálfun og heima­hjúkrun. Ekki er skylda að nota grímur á opin­berum stöðum, í verslunum til dæmis.

Þetta er merkilegt, að fjarlægð milli fólks og góð loftræsting skipti mestu máli, handþvottur og sprittun ekki eins, þótt að því þurfi auðvitað að gæta.

Posted by Egill Helgason on Sunnudagur, 20. september 2020