Skemmtistaðir opnir lengur og bólusettum hleypt beint inn í landið

Eins metra regla kemur í stað tveggja metra reglunnar og samkomutakmarkanir munu miðast við 300 manns frá og með þriðjudeginum 15.júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefnt er að því að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt um næstu mánaðarmót.

Fullbólusettir þurfa ekki að fara í skimun á landamærunum við komu til landsins. Óbólusettir, eða þeir sem eru aðeins bólusettir að hluta til, þurfa að fara í tvöfalda skimun og sóttkví.

Skemmtistaðir mega vera opnir til miðnættis, gestir þurfa að fara kl. 01:00 í stað miðnættis.

Í næstu vikur verður byrjað að bólusetja langveik börn á aldrinum 12 til 15 ára.

Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis segir að staðan hér á landi varðandi heimsfaraldur Covid-19 sé góð. Frá 25. maí síðastliðnum þegar gildandi reglur voru settar hafi 42 einstaklingar greinst með Covid-19 innanlands, þar af 25 í sóttkví. Síðustu daga hafi daglegum tilfellum fækkað mikið og enginn greinst utan sóttkvíar þrátt fyrir að mörg sýni hafi verið greind.

„Það er því ljóst að þakka má útbreiddum bólusetningum á Íslandi og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem við erum nú að sjá þó að ljóst sé að veiran er enn til staðar í samfélaginu“ segir í minnisblaðinu.