Skemmdavargur gengur laus í Þorlákshöfn

Fjöldi skemmdaverka hefur verið fram í Þorlákshöfn síðustu daga. Það virðist sem að skemmdarvargur gangi laus um bæinn en íbúar í bænum hafa birt fjölda mynda á Facebook.

Stórt gat virðist hafa verið skorið á ærslabelg sem er fyrir utan ráðhúsið í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku og hefur belgurinn verið loftlaus síðan. Þetta kemur fram á vef Hafnarfrétta.

Þá birti íbúi á Oddabraut í bænum mynd af skemmdum trjám í garðinum sínum sem eitri hefði verið helt yfir en garðyrkjustjóri Ölfuss gat staðfest það.

Mikil skemmdaverk voru unnin í skrúðgarðinum í Þorlákshöfn. Hlaðnir steinar á hringtorginu í garðinum voru teknir niður og blóm sem voru niðursett voru rifin upp úr beðum og skilin eftir á jörðinni.

Þá virðist sem að vatnsskemmdir hafi verið framdar á túni í bænum en íbúi Þorlákshafnar birti hana á Facebook.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss segir þetta hins vegar ekki vera neinn faraldur í bænum. Hann segir að ærslabelgurinn hafi sprungið þegar að börn léku sér á honum og var það því óvart. Þá segir hann að því miður sé oft þannig að skemmdaverk séu framin í skrúðgarðinum þar sem blóm eru rifin upp og annað. Hann hafði því litlar áhyggjur af skemmdarvargnum sem íbúar Þorlákshafnar lýsa.