Skelfi­leg um­gengni við Eiðis­torg: „Þessi sóða­skapur er engum til sóma“

16. september 2020
13:30
Fréttir & pistlar

Grenndar­gámar Sorpu við Eiðis­torg á Sel­tjarnar­nesi voru fjar­lægðir í síðustu viku vegna skelfi­legrar um­gengni við gámana. Eins og sést á með­fylgjandi myndum virðast sumir draga hvaða rusl sem er og skilja það eftir við gámana.

Sel­tjarnar­nes­bær greindi frá því á Face­book-síðu sinni í liðinni viku að í ljósi þessa hefði verið á­kveðið að fjar­lægja gámana – að minnsta kosti tíma­bundið. Er í­búum bent á að nýta sér Endur­vinnslu­stöð Sorpu við Fiski­slóð sem er opin alla daga frá 12 til 18:30.

„Til­gangur gámanna átti að vera aukin þjónusta við bæjar­búa en það hljóta allir að vera sam­mála um að þessi sóða­skapur og um­gengni er engum til sóma hvorki í­búum né bæjar­fé­laginu. Starfs­menn Þjónustu­mið­stöðvarinnar hafa ekki undan að hreinsa gáma­svæðið og fara með um­fram­ruslið sem skilið er eftir í al­fara­leið. Sú vinna er eðli­lega á kostnað annarra verk­efna á vegum þjónustu­mið­stöðvar bæjarins sem gengur auð­vitað ekki!,“ segir í Face­book-færslu Sel­tjarnar­nes­bæjar.