Skammlífur meirihluti kvenna

Konur verða ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Tilfærsla nokkurra atkvæða olli því að fimm þingsæti breyttust þar sem fimm karlar komu inn í stað þriggja kvenna og tveggja karla.

Fyrr í dag töluðu allir miðlar um þennan sögulega áfanga sem aldrei hefur náðst áður í Evrópu. Það má áætla að margir séu sárir yfir niðurstöðunni og aðrir fá það óvænta gleðiefni að vera komnir inn á þing.

Samkvæmt Fréttablaðinuþá tapar Samfylkingin Rósu Björk Brynjólfsdóttir úr Reykjavíkurkjördæmi suður en fær inn Jóhann Pál Jóhannsson í staðinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Píratar tapa Lenyu Rún Taha Karim í Reykjavíkurkjördæmi norður en fá inn Gísla Rafn Ólafsson í suðvesturkjördæmi.

Hjá Viðreisn nær Guðbrandur Einarsson kjöri en Guðmundur Gunnarsson ekki. Hjá Miðflokknum kemur Bergþór Ólason inn á kostnað Karls Gauta Hjaltasonar og hjá Vinstri grænum kemur Orri Páll Jóhannsson inn í stað Hólmfríðar Árnadóttur.