Sjöfn sviptir hulunni af nýja eldhúsinu sínu

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld sviptir Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi þáttarins hulunni af nýja drauma eldhúsinu sínu eftir gagngerar endurbætur. Sjöfn fékk Berglindi Berndsen innanhússarktitekt til að endurhanna og teikna fyrir sig nýtt drauma eldhús sem var að mestu leiti með upprunalegum innréttingum sem þó var búið að sprautulakka og flikka upp á en húsið er byggt árið 1972 og því komin tími á breytingar þar sem upprunalega innréttingin var búin að þjóna hlutverki sínu með sóma í áratugi.

Eldhúsið er flestum tilfellum hjarta heimilsins. Margir leggja mikið upp úr fallegu eldhúsi enda eru þau oft á tíðum íverustaður fjölskyldunnar, ekki síst í opnum rýmum sem hafa verið að ryðja sér til rúms. Það er fátt ánægju­legra en nýtt og fallegt eldhús sem prýðir heimilið. Sjöfn býður Berglindi heim til að skoða endurbætunar og stórkostlegar breytingar sem hafa orðið á rýminu, yfirfara heildarútkomuna og fagna framkvæmdalokum.

M&H Eldhús Sjafnar Þórðar 2021

„Hér hefur tekist vel til og okkur hefur tekist að nýta rýmið langtum betur og bæta vinnuaðstöðuna í eldhúsinu. Og um leið að gera rýmið aðlaðandi og hlýlegt,“segir Berglind og nefnir jafnframt að markmikið hafi verið að hámarka nýtinguna á rýminu og flétta fagurfræðina með og það hafi tekist vel til.

„Þegar eldhúsið var tilbúið var fyrst á óskalistanum hjá krökkunum að baka pítsur enda nóg plássið á eldhúseyjunni fyrir alla fjölskylduna í pítsugerðina og tveir bakarofnar til staðar,“segir Sjöfn sem ákvað að bregða út af vananum í sumar og leyfa áhorfendum að skyggnast inn í eldhúsið fyrir og eftir framkvæmdir. Jafnframt segir Sjöfn að áhorfendur muni fá að skyggnast reglulega í eldhúsið í þáttunum þar sem hún eigi eftir að matreiða og baka og fá góða gesti í heimsókn.

Missið ekki af Sjöfn svipta hulunni af nýja eldhúsinu sem hannað er af Berglindi Berndsen í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

M&H Sjöfn Þórðar & Berglind Berndsen 2021 2

Sjöfn Þórðar og Berglind Berndsen innanhússarkitekt slá á létta strengi í eldhúsinu og fagna verklokum.