Sjáðu verðmiðann: „Ég veit alla­vega hvað verður ekki í matinn hjá mér á jólunum“

Heið­rún Ósk Öl­vers­dóttir Michelsen bendir á heldur betur á­huga­vert verð á kalkún í Face­book hópnum Vertu á verði- eftirlit með verðlagi.

„Mér var bent á að setja þetta hérna. Þessi pakki er 3,6kg og korstar 19,122 kr. Ég veit alla­vega hvað verður ekki í matinn hjá mér á jólunum,“ segir Heið­rún og birtir myndir með.

Fjöl­margir taka undir með Heið­rúnu og bendir Berg­þóra nokkur á að þetta sé um 5000kr kílóið.

„Shit ég sem ætlaði að bjóða upp á svona um ára­mótin. Held það verði bara núðlu­réttur í matinn með þessu á­fram­haldi,“ segir Sigur­björg Borg­þórs­dóttir.

„Ó­trú­legt hvað er hægt að hækka verðið ef kjötið er kryddað,marinerað eða reykt,“ segir Þórunn Birgis­dóttir.