Sjáðu þingheim svara kalli Ingu Sæland í kvöld

Ræðuskörungurinn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins saknaði vatns í ræðustóli meðan hún hélt þrumuræðu yfir ríkisstjórninni á eldhúsdegi í kvöld.

Þingmenn komu færandi hendi. Forseti þingsins hellti í glas fyrir formann fólksins og kallaði til Hönnu Katrínu Friðriksson, þingkonu Viðreisnar og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að færa henni vatnið. Það dugði ekkert minna en þverpólitískt samstarf til að væta kverkar málsvara fátæks fólks í landi.

Skjáskot.

Aðgerðarleysið algert

Inga kvartaði ekki aðeins undan ríkisstjórninni í ræðu sinni í kvöld, heldur einnig þing­mönnum annarra flokka. Hún furðaði sig á að­gerðar­leysi þeirra. „Það er alveg með ó­líkindum að hlusta á þann söng sem ég hef verið að hlusta á hér í kvöld,“ sagði Inga og benti á að þeir tals­menn sem stigið hefðu í pontu hefðu sannar­lega haft að­stæður til að breyta hlutunum.

„Við viljum þetta og við viljum hitt, af hverju hefur það þá ekki verið gert,“ spurði Inga og horfði graf­alvar­leg á þing­menn í salnum.

Á­varpaði hún því næst þjóðina og spurði hvort lands­menn vildu ó­breytt á­stand sem ein­kenndist af spillingu og græðgi eða hvort þau vildu breytingu.

„Hvers vegna eru 34 prósent ungra drengja að út­skrifast með lé­legan les­skilning eða ó­læsir eftir tíu ára skóla­göngu í grunn­skóla? Hvernig í ver­öldinni á þetta að vera og það hefur bara akkúrat ekkert breyst allt þetta kjör­tíma­bil, þvert á móti.“

Það sé nauð­syn­legt að mati Ingu að taka utan um litlu ein­stak­lingana í þjóð­fé­laginu og hjálpa þeim að læra að lesa. „Hvað er svona flókið við það? Hvernig stendur á að það er hrúgað á þau fullt af náms­gögnum, jafn­vel er­lendum tungu­málum, og þau eru ólæs á sitt eigið og svo eru ein­staklingar og fólk furðu lostinn yfir vaxandi sál­fræði­legum erfið­leikum hjá unga fólkinu okkar.“