Sjáðu röðina sem myndaðist við Vín­búðina í Skeifunni

30. október 2020
18:18
Fréttir & pistlar

Það mynduðust nokkuð langar bið­raðir fyrir utan Vín­búðirnar á höfuð­­borgar­­svæðinu nú seinni partinn.

Eins og kunnugt er taka hertar sótt­varnar­­reglur gildi á mið­­nætti og lík­­lega ekki úr vegi að á­­lykta sem svo að fólk hafi viljað sækja sér byrgðir áður en þær taka gildi.

Hring­braut fékk með­­fylgjandi myndir sendar en þær voru teknar í Skeifunni nú síð­­degis. Þar mátti sjá nokkuð langar raðir fyrir utan verslun Vín­búðarinnar. Þá segir sjónar­vottur að fjórir öryggis­verðir í gulum vestum hafi passað upp á ekki færu of margir inn í einu og að allir fylgdu tveggja metra reglunni. Svipaða sögu var að segja úr Borgartúni þar sem færri komust inn en vildu.