Hringbraut skrifar

Sjáðu Ragga Bjarna í mögnuðu myndskeiði með landsliði íslenskra tónlistarmanna: Allir eru að fá sér

26. febrúar 2020
14:17
Fréttir & pistlar

Ragnar Bjarnason, einn ástsælasti söngvari landsins sem hefur skemmt Íslendingum í marga áratugi, er látinn, 85 ára að aldri. Raggi Bjarna hefur stígið á svið með fjölda íslenskra tónlistarmanna, dýpkað lögin, gert þau betri og sett sinn sterka svip á hinar ýmsu tónsmíðar í gegnum árin. Eitt af þeim lögum er Þannig týnist tíminn.

Annað lag sem sló í gegn er lagið Allir eru að fá sér. Þar sungu saman BlazRoca og Bent úr XXX Rottwiler hundar og Raggi Bjarna. Þeir stigu síðan saman á svið í Hljómskálanum á RÚV og sungu þar með landsliði íslenskra tónlistarmanna.