Sjáðu mynbandið: Magnaður árangur Guðmundar Felix

Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir ágræðslu á handleggjum við axlir fyrir ári síðan, birti nýtt myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann sýnir árangur síðustu mánaða.

Í myndbandinu sýnir Guðmundur Felix að hann geti nú stjórnað úlnliðnum á hægri hendi og að vonum mjög glaður með það.

Guðmundur Felix sýnir fingur hægri handar hreyfast en segir vinstri hendina vera um það bil þremur mánuðum á eftir þeirri hægri í bataferlinu. Þá hafi hann ekki eins góð tök á vinstri úlnliðnum líkt og þeim hægri en Guðmundur Felix segist þó finna fyrir auknum styrk niður í hendi og að hann geti hreyft vísifingur örlítið.

Magnaða árangur Guðmundar Felix má sjá í myndbandinu hér að neðan.