Sjáðu hvaða tann­læknar á Ís­landi tóku mest í vasann – ein trónir á toppnum

Fé­lagið Brosið Heilsu­klinik slf. sem Hrönn Róberts­dóttir tann­læknir fer með 90% hlut í var það sam­lags- og sam­eignar­fé­laga á sviði tann­lækninga sem skilaði hæstum hagnaði á síðasta ári sam­kvæmt saman­tekt Við­skipta­blaðsins.

Hagnaður Brosins nam 116 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári. Launa greiðslur fé­lagsins námu 102 milljónum króna á árinu.

Við­skipta­blaðið hefur tekið saman lista yfir 350 af­komu­hæstu sam­lags- og sam­eignar­fé­laganna í fyrra flokkað niður í níu at­vinnu­greinar. Þar á meðal er af­koma 40 fé­laga tann­lækna líkt og sjá má í töflunni hér að neðan.

Út­tektin byggir á á­lögðum tekju­skatti og tryggingar­gjaldi sam­kvæmt á­lagningar­skrá lög­aðila sem Skatturinn birti í síðustu viku.

Hér að neðan má sjá lista yfir hvaða tann­læknar græddu mest í fyrra.

Fleiri fréttir