Sjáðu hvað eld­gosið gerði drónanum

Sviss­neski mynda­töku­maðurinn Stefan For­ster bræddi drónann sinn af gerðinni DJI Mavic 2 Pro til þess að ná ein­stöku mynd­efni af eld­gosinu í Geldingar­dölum. Mynd­skeiðið má sjá hér að neðan auk mynda af drónanum og hvernig hann var út­leikinn eftir mynda­tökuna.

Fram kemur í um­fjöllun ljós­mynda­síðunnar D­PRevi­ewað For­ster hafi sér­stak­lega flogið til Ís­lands og eytt fimm dögum í sótt­kví til þess eins að bera eld­gosið augum. For­ster segist hafa eytt nokkrum dögum og nóttum á svæðinu í þessum til­gangi.

Þar segir að For­ster hafi tekið með sér þrjá dróna til verksins. Alla af sömu gerðinni og gríðar­lega dýra. Einum hafi hann „fórnað“ fyrir magnað mynd­skeið hér að neðan.

Hann hafi til vonar og vara tekið upp mynd­skeið í símanum sínum af upp­tökunni í drónanum, ef hann hefði glatað drónanum al­farið í eld­fjallið. Hann segir að dróninn virki enn til upp­töku, en fljúgi hins­vegar undar­lega.