Sirrý hristir hausinn: „Al­gjört bull þessi til­laga“

Ó­hætt er að segja að hug­mynd þess efnis að stytta verði reist af banda­ríska rapparanum Kanye West við Sund­laug Vestur­bæjar hafi vakið mikla at­hygli. Sitt sýnist hverjum um þessa hug­mynd sem varð hlut­skörpust í hug­mynda­sam­keppninni Hverfið mitt á vegum Reykja­víkur­borgar.

Eins og Hring­braut greindi frá í gær líst sumum ekkert sér­stak­lega vel á hug­myndina og er Jón Viðar Jóns­son, leik­hús­gagn­rýnandi, í þeim flokki. „Hvað hefur farið úr­­­skeiðis í menningar­­legu upp­­eldi unga fólksins? Er þetta ekki toppurinn á ó­­­þjóð­­leg­heitunum?“

Kanye West hefur um ára­bil verið einn vin­sælasti tón­listar­maður heims en hann er líka þekktur sem frá­farandi eigin­maður raun­veru­leika­stjörnunnar Kim Kar­dashian.

Ei­ríkur Búi Hall­dórs­son, verk­efna­stjóri hjá Reykja­víkur­borg, sagði í kvöld­fréttum RÚV í gær­kvöldi að hann gæti ekki úti­lokað að hug­myndin yrði að veru­leika en hann gæti ekki lofað neinu. Nú taki við vinna við að fara yfir allar hug­myndir og sigta út þær sem teljast raun­hæfar í fram­kvæmd.

Jakob Frí­mann Magnús­son, tón­listar­maður og fyrr­verandi mið­borgar­stjóri, sagði á Face­book-síðu sinni í gær­kvöldi að hug­myndin væri í senn skemmti­leg og súrrealísk. Það myndi spegla dirfsku yfir­valda að veita henni brautar­gengi.

Margir tjá sig um málið undir færslu Jakobs, þar á meðal sjón­varps­maðurinn Egill Helga­son. Hann veltir því upp hvort ekki mætti frekar reisa styttu af sund­kennara eða einum af þeim bað­vörðum sem settu svip sinn á Vestur­bæjar­laugina um ára­bil. Sig­ríður Arnar­dóttir, eða Sirrý eins og hún er gjanan kölluð, er alls ekki hrifin af hug­myndinni um styttu af Kanye West og segir ein­fald­lega: „Al­gjört bull þessi til­laga.“