Simmi Vill ó­sáttur með hvernig RÚV kvaddi Eddu: „RÚV að mis­skilja hlut­verk sitt“

At­hafna­maðurinn Sig­mar Vil­hjálms­son er ekki sáttur með því hvernig Ríkis­út­varpið kvaddi Eddu Andrés­dóttur.

Edda las sinn síðasta frétta­tíma á Stöð 2 í gær. Hún byrjaði í frétta­mennsku fyrir 50 árum á Vísi. Hún segist þakk­lát fyrir að fá að taka á­kvörðunina sjálf sem hefur verið að gerjast í smá tíma. Hún úti­lokar þó ekki að birtast á ný á skjánum með þætti á Stöð 2. En fyrst ætlar hún að byrja að taka til í bíl­skúrnum.

Ríkis­út­varpið sem starfar í al­manna­þágu sagði Stöð 2 „helsta sam­keppnis­aðila Frétta­stofu RÚV“ og bendir Simmi á að RÚV sé eitt­hvað að mis­skilja hlut­verk sitt.