Sigur­jón: Var Ás­mundur Einar hrakinn suður?

14. janúar 2021
12:00
Fréttir & pistlar

Það vakti tals­verða at­hygli í gær þegar Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, hefði á­kveðið að gefa kost á sér til að leiða Fram­sóknar­flokkinn í Reykja­vík norður í kosningunum í haust.

Ás­mundur Einar er þing­maður Norð­vestur­kjör­dæmis þar sem Fram­sóknar­flokkurinn nýtur góðs stuðnings. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 18,4% at­kvæða en í Reykja­vík norður fékk flokkurinn að­eins 5,3% at­kvæða. Í því ljósi er um nokkuð djarfa á­kvörðun að ræða.

Sigur­jón M. Egils­son, rit­stjóri til fjölda ára fyrr­verandi um­sjónar­maður Sprengi­sands á Bylgjunni, veltir því fyrir sér hvort Ás­mundur Einar hafi verið hrakinn suður. „Hvers vegna fer hann úr skjólinu út á berangur?,“ spyr Sigur­jón í pistli á vef sínum, Miðjunni.

Hann rifjar upp að Gunnar Bragi Sveins­son, sem áður var í stöðu Ás­mundar Einars, hafi á­kveðið að hætta í Fram­sóknar­flokknum þar sem annar­leg öfl virtust hafa tekið for­ystu í flokknum.

„Ein­hver annar­leg öfl virðast hafa tekið for­ystu í flokknum, öfl sem ég hef lík­lega ekki verið nógu undir­gefinn. Kaf­báta­hernaður er stundaður,“ sagði hann meðal annars og bætir Sigur­jón við að Gunnar Bragi hafi orðið ó­vin­sæll meðal þeirra sem mestu ráða, ekki síst vegna við­skipta­banns á Rúss­land.

„Hefndin kom. Hann var hrakinn burt. Nú er Sauð­krækingurinn, Stefán Vagn Stefáns­son, á þingi. Hann hefur fengið blessun heima fyrir. Þá er spurt, er Ás­mundi Einari ýtt úr skjólinu, rétt eins og Gunnari Braga forðum?,“ segir Sigur­jón en Stefán Vagn hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið á lista Fram­sóknar­flokks í Norð­vestur­kjör­dæmi og er búist við því að Halla Sig­ný Kristjáns­dóttir skipi annað sætið.

Pistill Sigur­jóns.