Sigur­jón lætur Davíð heyra það: „Eins og skúringa­konunni sem hann rak þegar hann var borgar­stjóri“

11. mars 2020
13:49
Fréttir & pistlar

„Það er bara ekkert annað. Þar liggur sem sagt mesta hættan. Ekki vegna veirunnar skað­legu. Nei, hjá fá­tæku fólki. Fólki sem hefur verið með laun sem duga fjarri fyrir fram­færslu,“ segir fjöl­miðla­maðurinn Sigur­jón M. Egils­son.

Sigur­jón, sem er rit­stjóri og eig­andi Miðjunnar, skrifar pistil á vefinn þar sem hann fer hörðum orðum um Davíð Odds­son, rit­stjóra Morgun­blaðsins og fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra.

Til­efnið er skrif Davíðs í Morgun­blaðinu þar sem hann gagn­rýnir meðal annars kjara­bar­áttu Eflingar. Segir hann verk­falls­á­tökin að undan­förnu hafa átt stóran þátt í að ýta efna­hags­lífinu fram á ystu brún.

Sigur­jón segir að veturinn sé búinn að vera Ís­lendingum erfiður. Ó­veður hafi geisað og nú herji skað­leg veira á lands­mönnum. „Við erum fremst þjóða hvað varðar fjölda smitaðra. Barist er hvern dag til að hefta ó­væruna. Bar­átta upp á hvern dag.“

Sigur­jón bendir rétti­lega á að þegar háski steðjar að eiga Ís­lendingar það til að standa saman. Að mestu að minnsta kosti.

„Sumt sem við glímum við, og höfum glímt við, er sjálf­skapað. Ó­vin­veitt ríkis­vald sýnir á­sjónu flesta daga. Öldunga­deild Ís­lands, sem segja má að Davíð Odds­son leiði. Hann, fyrir­mennið sjálft, þiggur mánaðar­lega átta­tíu prósent af launum for­sætis­ráð­herra. Og mun gera ævina á enda. Um 1.600 þúsund á mánuði.“

Sigur­jón heldur svo á­fram:

„Hann skýrir í dag frá mesta háska þjóðarinnar. Hann felst víst i bar­áttu lág­launa­kvenna. Eins og til dæmis skúringa­konunni sem hann rak þegar hann var borgar­stjóri. Í dag sendir hann lág­launa­konum ó­vandaða kveðju:

„…verk­­falls­á­tök­um sem átt hafa stór­an þátt í að ýta efna­hags­líf­inu fram á ystu brún.“

Sigur­jón er ekki á­nægður með þessi skrif, sér­stak­lega í ljósi al­var­legra tíðinda af út­breiðslu CO­VID-19. Að mati Davíðs liggi mestan hættan ekki þar.

„Nei, hjá fá­tæku fólki. Fólki sem hefur verið með laun sem duga fjarri fyrir fram­færslu. Sjálfur þiggur hann hið minnsta jafn­virði launa fimm lág­launa­kvenna. Fyrir það eitt að hafa, illu heilli, verið for­sætis­ráð­herra,“ segir Sigurjón að lokum.