Sigur­jón: Gunnar Bragi klárari en Sig­mundur Davíð – „Hann er niður­lægður“

Fjöl­miðla­maðurinn Sigur­jón Magnús Egils­son skrifaði at­hyglis­verða grein á vefnum Miðjan.is. Sigur­jón er rit­stjóri vefsins.

Í grein sinni fer hann ó­fögrum orðum um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­mann Mið­flokksins, en mærir á sama tíma Gunnar Braga Sveins­son, fyrr­verandi þing­mann Mið­flokksins og ráð­herra Fram­sóknar­flokksins. Þar gerir hann fylgis­hrun Mið­flokksins að um­fjöllunar­efni sínu.

„Tví­eykið sem var er ekki lengur sem fyrr. Gunnar Bragi sá í hvað stefndi og stökk í landi. Á­fram heldur Sig­mundur Davíð og lætur sem allt sé í þessu fína. Hann er niður­lægður. Mið­flokkurinn hans er jafn­vel á loka­metrunum. Sig­mundur Davíð og Berg­þór Óla­son einir eftir. Ekki er það burðugt. Ekki er langt síðan Berg­þór Óla­son var inn­múraður og inn­vígður Val­hallar­maður. Lík­legt er að hann fari aftur heim,“ segir Sigur­jón.

Hann heldur á­fram að greina stöðu Mið­flokksins: „Mið­flokknum skaut upp á stjörnu­himinn fyrir fjórum árum. Nú er prikið komið niður. Það er eins ó­spennandi og hugsast getur. Mikið þarf að breytast eigi Mið­flokkurinn að lifa allar hremmingarnar af.“

Því næst beinast sjónir hans að Gunnari Braga: „Gunnari Braga var hafnað af Fram­sókn fyrir kosningarnar 2017. Kaup­fé­lags­veldið vildi ekki sjá hann lengur. Sem utan­ríkis­ráð­herra tók hann þátt í við­skipta­þvingunum gegn Rússum. Sem svöruðu í sömu mynt. Þar með lokaðist arð­væn­leg við­skipti Kaup­fé­lagsins. Það dugði,“ segir Sigur­jón.

Sigur­jón bindur enda­hnútinn á pistilinn með þessu: „Nú fjórum árum síðar er myndin dökk. Gunnar Bragi sá að hans og annarra í Mið­flokknum beið niður­læging. Hann hafði vit á að hætta. Sem er meira en sagt verður um Sig­mund Davíð.“