Sigur­jón fékk rukkun frá VG: Ætlar ekki að borga og segir sig úr flokknum

„Fyrir suma eru sjö þúsund krónur mikill peningur. Sumt fólk er skilið eftir í fá­tækt,“ segir Sigur­jón M. Egils­son, fjöl­miðla­maður og rit­stjóri Miðjunnar, í pistli sem hann birti á vef sínum í morgun.

Þar segir Sigur­jón frá því að fyrir nokkrum árum hafi hann af bríaríi á­kveðið að ganga í fjór­flokkinn, það er að segja Sjálf­stæðis­flokk, Fram­sóknar­flokk, Vinstri græn og Sam­fylkinguna.

„Nú eru í heima­bankanum meldingar um tvær greiðslur til Vg. Sam­tals rúmar sjö þúsund krónur. Vinstri græn, sem og aðrir flokkar sem hafa þing­menn, eiga greiða og ó­hindraða leið í ríkis­kassann. Flokkana vantar enga peninga,“ segir Sigur­jón.

„Því hef ég á­kveðið að segja mig úr Vinstri grænum í dag. Peningunum hef ég ráð­stafað til að­stoðar fá­tæku fólki. Fólki sem munar mikið um allt,“ segir hann.

Á dögunum var greint frá því að stjórn­mála­flokkarnir sem eiga full­trúa á þingi fái sam­tals 728 milljóna króna fram­lag úr ríkis­sjóði á næsta ári. Sigur­jón telur að flokkarnir þurfi ekki meiri peninga og frekar ætti að ráð­stafa þeim til fá­tækra.

„Vinstri græn eru sek. For­maðurinn flokksins boðaði fyrir kosningar að þau sem minnst mega sín ættu ekki að þurfa að bíða eftir rétt­lætinu. Ríkis­stjórn Katrínar er þriggja ára. Og enn bíður fólkið.“