Sigurður vill hætta að skima á landa­mærunum: „Þetta hefur kostað okkur 350-400 milljónir“

„Mér finnst lær­dómurinn vera nokkuð skýr, að þetta sé ekki leið sem sé skyn­sam­leg úr þessu,“ sagði Sigurður Guð­munds­son, smit­sjúk­dóma­læknir og fyrr­verandi land­læknir, í sam­tali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Vísir fjallar um við­talið við Sigurð.

Eins og komið hefur fram hefur Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, til­kynnt að fyrir­tækið muni hætta að skima fyrir kórónu­veirunni sem veldur CO­VID-19 næst­komandi mánu­dag.

Sigurður segir að nú sé tæki­færi til að endur­skoða um­ræddar skimanir og jafn­vel hætta þeim með öllu.

„Við erum búin að skima núna 22 þúsund manns og það hafa komið kannski í mesta lagi 5-6 sem við getum talið vera virk smit út úr þeirri leit. Þetta hefur kostað okkur 350-400 milljónir. Að vísu borgað lík­lega af Ís­lenskri erfða­greiningu að mestu leyti, en þetta eru engu að síður fjár­munir.“

Sigurður vill meina að frekar ætti að prófa þá sem eru með ein­kenni og ráðast í smitrakningu. Þá væri hægt að setja fólk frá löndum þar sem far­aldurinn geisar af fullum þunga í tveggja vikna sótt­kví. Nefnir hann í því sam­hengi lönd eins og Banda­ríkin, Brasilíu, Indónesíu og Sví­þjóð.

Við­tal Bítisins við Sigurð

Um­fjöllun Vísis