Sigurður: Ó­tví­ræður á­vinningur þess að vinna heima

„Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mann­leg sam­skipti í raun­heimum. Það er þó vel hægt að blanda saman sam­skiptum og sam­vinnu manna með heima­vinnu og mætingu á vinnu­stað með ó­trú­lega já­kvæðum á­hrifum á um­ferð, um­hverfi og rekstur fyrir­tækja og stofnana.“

Þetta segir Sigurður Ingi Frið­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Orku­seturs, í at­hyglis­verðri grein á vef Vísis. Sigurður bendir á að veirufar­aldurinn hafi hrist upp í við­horfi fólks til heima­vinnu, enda hafa ó­fáir þurft að sinna vinnu sinni heiman frá sér í á­standinu sem nú ríkir. Og í flestum til­fellum hefur það reynst vel.

„Gamal­dags við­horf um að allir verði að safnast saman á mið­lægan stað til að klára öll þau verk­efni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir aug­ljósum mögu­leikum fjar­vinnu. Tæknin var reyndar löngu til­búinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrir­komu­lag. Þær tak­markanir sem settar voru á, í kringum opin­berar veiru­varnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við upp­brot á í­halds­sömu vinnu­um­hverfi.“

Sigurður segir að heima­vinna hafi ekki bara já­kvæð á­hrif í nú­verandi á­standi vegna veirunnar, heldur einnig til að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda og vaxandi um­ferðar­teppum.

„Stór hluti um­ferðar er til­komin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ó­trú­lega stór hluti ekki háður mætingu. Sam­kvæmt banda­rískri rann­sókn væri hægt að sinna allt að 50% nú­tíma starfa heiman frá. Ef að at­vinnu­rek­endur myndu að­eins nýta brot af þeim mögu­leika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr um­ferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endi­lega þýða að vinnu­afl hyrfi gjör­sam­lega frá vinnu­stöðum heldur mætti blanda saman heima­vinnu við hefð­bundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða,“ segir hann.

Sigurður bendir á að vega­sam­göngur séu stærsti losunar­valdur gróður­húsa­loft­tegunda sem falla beint undir á­byrgð stjórn­valda.

„Ef heima­vinna gæti dregið úr um­ferð sem nemur að­eins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfs­mönnum þá myndi losun gróður­húsa­loft­tegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári.“