Sigur­björn kom að slysinu á Kjalar­nesi: „Maður fann sig eitt­hvað svo smáan og van­máttugan“

6. júlí 2020
07:39
Fréttir & pistlar

„Það var skiljan­lega á­takan­legt að koma að slysinu á Kjalar­nesinu á dögunum þar sem tveir létust og einn slasaðist al­var­lega. Biðin á slysstað eftir hjálpar­aðilum, björgunar­sveit, lög­reglu, slökkvi­liði, sjúkra­bílum og þyrlunni, var sannar­lega ekki auð­veld,“ segir Sigur­björn Þor­kels­son, rit­höfundur og ljóð­skáld, í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag.

Þar skrifar Sigur­björn um hið hræði­lega slys á Kjalar­nesi þann 28. júní síðast­liðinn þar sem tveir létust og einn slasaðist. Tölu­vert hefur verið fjallað um slysið en í ljós kom að ný­lagt mal­bik stóðst ekki staðla varðandi við­nám og reyndist vegurinn mun hálli en kröfur eru gerðar um. Sjúkra­bíll sem kom að­vífandi endaði til dæmis úti í móa.

Sigur­björn skrifar reglu­lega hug­vekjur í Morgun­blaðið en í dag skrifar hann um slysið og upp­lifun sína á vett­vangi.

„Maður fann sig eitt­hvað svo smáan og van­máttugan og geta svo lítið gert annað en gert kross­mark og farið með ör­væntingar­fulla bæn. Hugur minn og bænir hafa síðustu daga verið hjá og fyrir hinum látnu, fjöl­skyldu þeirra og vinum. Einnig hinum slasaða, öllu hans fólki og fé­lögunum í vél­hjóla­klúbbnum þeirra. Þá er hugur minn ekki síður hjá öku­manni hús­bílsins sem hjólin runnu fyrir og bara öllum sem upp­lifðu þennan harm­leik eða að slysinu komu.“

Sigur­björn segist hafa haldið að sjúkra­bíllinn sem endaði úti í móa myndi velta en hæfni bíl­stjórans hafi komið í veg fyrir að verr færi.

„Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu. Tek ég undir með henni. Það er lík­lega það eina sem hægt er að hrópa við svona að­stæður. Einnig var skelfi­legt að upp­lifa einn af sjúkra­bílunum sem á svæðið komu geta ekki stansað á þessum um­rædda sleipa vegar­kafla og skautaði hann út fyrir veg og endaði úti í móa. Mildi að ekki fór verr í því til­felli. Ég hélt að bíllinn myndi velta. Það var að­eins fyrir hæfni bíl­stjóra sjúkra­bílsins að hann valt ekki eða skall á slökkvi­bíl, lög­reglu­bíl eða hjólum eða bara fólki sem á svæðinu var. Eftir að hafa skransað hressi­lega og runnið á vegar­kaflanum í stutta stund tók bíl­stjórinn greini­lega þá réttu á­kvörðun að stýra bílnum á hár­réttu augna­bliki bara út fyrir veg þar sem hann stöðvaðist loks úti í móa.“

Sigur­björn segir að það sé þungt að missa og ör­væntingin og um­komu­leysið verði al­gjört.

„Tóma­rúmið hellist yfir og til­gangs­leysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna en það er gott að gráta. Tárin eru dýr­mætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kær­leika og ást, væntum­þykju og þakk­læti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú ýmist einn eða ein átt eða þið saman sem fjöl­skylda eða vina­hópur. Minningar sem enginn getur af­máð eða frá þér eða ykkur tekið,“ segir Sigur­björn sem endar grein sína á þessum orðum:

„Ævin getur sannar­lega verið stutt og endað snögg­lega en lífið er langt. Það lifir. Höldum í vonina. Stöndum saman í bæn og sam­hug. Með hlýrri friðar-, sam­stöðu- og kær­leiks­kveðju.“