Sig­rún er hætt að kaupa kjúk­linga­bringur: „Ég fattaði þetta of seint og tapaði stór­fé á því“

Sig­rún Katrín Kristjáns­dóttir kveðst vera stein­hætt að kaupa kjúk­linga­bringur dýru verði eftir að hafa rekist á mynd­band á YouTu­be. Hún kveðst geta sparað sér tölu­verðar fjár­hæðar með ráðinu sem út­listað er nánar hér að neðan.

„Sauðurinn ég hef hingað til verið að kaupa 4 kjúk­linga­bringur í pakka fyrir yfir 2000 kall,“ segir Sig­rún í Face­book-hópnum Sparnaðar­tips en hún gaf Hring­braut góð­fús­legt leyfi til að fjalla um málið.

Hún kveðst hafa rekist á mynd­band um hvernig á að skera niður kjúk­ling og á­kvað hún að prófa að kaupa sér heilan kjúk­ling í kjöl­farið. Fyrir valinu varð kjúk­lingur í verslun Krónunnar sem kostaði 800 krónur.

„Ég hef aldrei skorið niður hráan heilan kjúk­ling áður og það tók mig ca 5 mínútur,“ segir Sig­rún en her­leg­heitin tóku hana heilar tólf mínútur með þrifum og frá­gangi.

„Þetta þýðir að ég get keypt tvo heila kjúk­linga fyrir miklu minni pening en ég hef verið að eyða í bringur, og fengið þannig 4 bringur fyrir 1.600 krónur, en síðan líka fullt af lærum og vængjum ó­keypis með,“ segir hún. Hún segir að um­ræddur kjúk­lingur hafi verið 1,7 kíló og hann hafi, eins og áður segir, kostað 800 krónur.

„Nú mun èg aldrei aftur kaupa annað en heilan kjúk­ling, en ég fattaði þetta nokkrum ára­tugum of seint og tapaði stór­fé á því. Pósta þessu því hér sem víti til varnaðar fyrir aðra sem eru haldnir sama rán­dýra mis­skilningnum og ég,“ segir hún.

Nokkrar at­huga­semdir hafa verið skrifaðar við færsluna og virðast flestir vera hrifnir af ráðinu. Þá koma með­limir einnig með gagn­legar upp­lýsingar sem fólk getur nýtt sér.

„Sama lög­mál með kjöt af öðrum dýrum, alltaf ó­dýrast að vinna kjötið sjálfur. Góð mynd­bönd á youtu­be td hvernig á að bera sig að við lamba­kjöt,“ segir ein kona í þræðinum á meðan önnur bætir við:

„Þetta hef ég líka gert, finnst eigin­lega bara gaman að úr­beina kjúk­ling. Mjög gott að úr­beina tvo í einu og setja bringur i einn renni­lása­poka og læri og vængi í aðra og frysta. Kjúk­linga­skipið (beina­grindin) er gott að steikja/sjóða til að fá kraft í súpu.“

Mynd­bandið sem Sig­rún horfði á og deildi með með­limum Sparnaðar­tips má sjá hér að neðan. Þá má sjá myndir af afrakstrinum hjá Sigrúnu að verki loknu.