Sigríður: „Sóttvarnaaðgerðir eru í sívaxandi mæli orðnar pólitískar“

Sigríður Andersen, fyrrverandi ráðherra, segir að sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda séu í sívaxandi mæli orðnar pólitískar. Vísar hún í viðtal sænska dagblaðsins Aftonbladetvið Angelique Coetzee, lækni í Suður-Afríku sem bar kennsl á Ómíkron-afbrigði Covid-19.

Coetzee sagði að hún væri hissa á viðbrögðum heimsins við afbrigðinu. „Enginn hér í Suður-Afríku hefur lent á sjúkrahúsi vegna Ómíkron. Það er ekkert sem bendir til þess að neinn hafi orðið alvarlega veikur af því,“ sagði hún.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í vikunni að það væri rétt af al­þjóða­sam­fé­laginu að bregðast hart við Ómíkron-af­brigði kórónu­veirunnar sem hefur gert sig gildandi að undan­förnu.

Sigríður segir að hún sé sammála Coetzee. „Ég er sammála lækninum sem uppgötvaði Omikron afbrigðið um að viðbrögðin við þeirri uppgötvuun séu til skammar,“ segir hún á Twitter. „Sóttvarnaaðgerðir eru í sívaxandi mæli orðnar pólitískar.“