Sig­ríður hefði farið aðra leið en ríkis­stjórnin

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkisstjórnin þurfi að færa ríkari rök fyrir því að tilefni hafi verið til að herða aðgerðir á landamærunum. Eins og tilkynnt var í gær verða framvegis allir þeir sem koma til landsins að fara í skimun við komuna, síðan í fjögurra til sex daga sóttkví og þá í aðra skimun.

Ferðaþjónusta landsins hefur gagnrýnt þessa ákvörðun harðlega og segir Sigríður að lítið fari fyrir grundvallarmannréttindum í umræðu um sóttvarnaaðgerðir. Þetta sagði hún í samtali við mbl.is í dag.

Hún segist sjálf myndu hafa kosið að fara minna íþyngjandi leið fyrir ferðaþjónustuna. „Ég hefði gert það. Ég held að fólk þurfi að færa rík­ari rök fyr­ir því að aðstæður kalli á svona dra­stísk­ar aðgerðir. Ég hefði frek­ar kosið að stjórn­völd væru í sam­skipt­um við önn­ur ríki og hvettu til meira jafn­væg­is,“ segir hún.

Hún furðar sig þá á því að eftir að faraldurinn hafi verið í gangi í eitt og hálft ár séu sóttvarnaaðgerðir enn ekki komnar inn á borð löggjafans.