Sigríður Andersen: „Nei hættu nú Víðir“

„Það eru um 1600 manns, heilbrigt, í sóttkví. 20, ólasið að mestu, í einangrun auk verulegra hafta á landamærum (sem litlu hafa skilað?). Það er ekkert ,,eðlilegt” við líf sem er undir stöðugum hótunum um helsi,“ segir Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í færslu á Twitter.

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regl­u­þjónn hjá al­mann­a­vörn­um, sagði í samtali við Fréttablaðið að staðan væri alvarleg í ljósi mikilla Covid-smita síðustu daga.

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, sagði svo í samtali við Fréttablaðið að 99,5% þeirra sem smitast og eru bólu­settir veikist ekki al­var­lega. „Töl­fræði­lega séð lítur þetta út þannig að fyrir bólu­setningu lentu 5% þeirra sem smituðust á Ís­landi á spítala. Við erum núna með bólu­efni sem veita svona upp undir 90% vörn. Þannig má reikna með því að 0,5% lendi á sjúkra­húsi og tölurnar fram til dagsins í dag passa við það,“ sagði Kári.

Víðir sagði ástandið vonbrigði. „Þett­a er langt frá því að vera það sem við átt­um von á. Það eru von­brigð­i að ból­u­setn­ing­arn­ar séu ekki að virk­a bet­ur en þett­a, ég held að all­ir hafi reikn­að með því að þær mynd­u koma í veg fyr­ir svon­a hlut­i. Við átt­um alveg von á því að einn og einn mynd­i smit­ast en svon­a stór og ný bylgj­a er ekki það sem neinn átti von á held ég.“

Sigríður ber saman orð Kára og Víðis á Twitter og segir:

„Nei hættu nú Víðir. ,,..ekki að virka betur en þetta”. Þetta hvað? 99,5% vörn? Er ekki tími til kominn að fara að lifa lífinu í stað þess að bíða eftir dauðanum?“