Sig­ríður Ander­sen: Ekki ó­vænt að ní­ræðir ein­staklingar deyi „úr kvefi“

20. nóvember 2020
14:38
Fréttir & pistlar

Sig­ríður Á. Ander­sen, fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, lét at­hyglis­verð um­mæli falla í beinni út­sendingu sam­takanna Út úr kófinu á dögunum.

Stundin vakti fyrst at­hygli á þessu.

Um var að ræða við­burð í gegnum streymi þar sem Sig­ríður ræddi meðal annars stöðu kórónu­veirufar­aldursins við þá Jón Ívar Einars­son, prófessor við Harvard-há­skóla og Þor­stein Sig­laugs­son hag­fræðing, en þau standa að baki sam­tökunum Út úr kófinu. Þá var Martin Kull­droff, læknir og einn af höfundum Barrington-yfir­lýsingarinnar, gestur í spjallinu en með henni er reynt að færa rök fyrir „hnit­miðuðum sótt­varnar­að­gerðum fremur en al­mennum lokunum“ eins og Sig­ríður orðaði það í kynningu á Face­book-síðu sinni þann 13. nóvember síðast­liðinn.

Í spjallinu var farið um víðan völl en í lok þess sátu þau Sig­ríður, Jón Ívar og Þor­steinn eftir þar sem þau gerðu fjarfundinn upp.

„Ég hef stundum nefnt það um prestana í þessu á­standi. Mér finnst vanta að þeir hafi stigið inn í þessa um­ræðu og rætt opin­skátt um lífið og dauðann. Það kemur fólki rosa­lega á ó­vart að 90 ára gamall ein­stak­lingur hafi dáið úr kvefi eða in­flúensu. Nú er ég ekki læknir og ég spyr bara Jón: Það er í sjálfu sér ekkert ó­eðli­legt?“

Jón svaraði því neitandi og bætti Sig­ríður við að far­aldurinn hefði sýnt fram á tak­mörk mann­legs lífs. „Þetta eru hrá skila­boð, líkaminn ræður ekki við svona en hann hefur heldur ekki ráðið oft við in­flúensu eða jafn­vel bara kvef. Ef það kemur inflúensa eða erfitt kvef inn á svona deildir eins og Landa­kot, endar það ekki oft svona?,“ spurði Sig­ríður.

Jón sagði að ör­lög okkar flestra væru að deyja úr því sem kallað er lungna­bólga. „Það er oft ekkert farið nánar út í það, eða at­hugað hvaða padda það var sem dró við­komandi til dauða,“ sagði Jón og bætti við að það væri alls ekki það sama ef ní­ræður ein­stak­lingur deyr, ein­stak­lingur sem á kannski ör­fáa mánuði eftir, í saman­burði við ein­stak­ling á þrí­tugs­aldri til dæmis.

„Það er ekki það sama. Það vantar kannski smá vakningu í því. Mér hefur fundist sið­fræðingar vera hljóðir í þessu,“ bætti hann við.

Spjallið má sjá í fullri lengd hér að neðan en um­ræðan sem vísað er til hér að framan byrjar þegar skammt er eftir af mynd­bandinu.