Sig­ríði Haga­lín brugðið eftir á­rásirnar á Einar

28. október 2020
13:19
Fréttir & pistlar

„Mér er brugðið yfir þeim fúk­yrða­flaumi sem hefur gengið yfir Einar Þor­steins­son, kollega minn í Kast­ljósi, vegna við­tals hans við Pál Matthías­son, for­stjóra Land­spítalans, á mánu­daginn,“ segir frétta­konan og rit­höfundurinn Sig­ríður Haga­lín Björns­dóttir.

Sig­ríður skrifar færslu á Face­book þar sem hún tjáir sig meðal annars um þetta mál og bók sína Ey­land sem kom út árið 2016.

„Undan­farna mánuði hefur fólk stundum komið að máli við mig á förnum vegi, úti í búð, á veitinga­húsum, og spurt hvort ég búi yfir ein­hverri spá­dóms­gáfu, að hafa séð ein­angrunina vegna Co­vid-far­aldursins fyrir. Svarið er nei, það gerði ég ekki, sem betur fer,“ segir Sig­ríður sem kveðst hafa heyrt ýmsar túlkanir á bókinni; að hún sé um upp­gang fas­isma eða út­lendinga­hatur.

„En ég skrifaði hana fyrst og fremst um blaða­mennsku. Um það sem kemur fyrir þjóð­fé­lög þegar krafan um sam­stöðu verður svo fyrir­ferðar­mikil að blaða- og frétta­menn hætta að þora að spyrja erfiðra og leiðin­legra spurninga,“ segir Sig­ríður sem vindur sér svo að gagn­rýninni sem Einar, kollegi hennar, fékk yfir sig eftir við­talið við Pál á mánu­dags­kvöld.

„Við erum aldrei hafin yfir gagn­rýni, en margt af því sem sett hefur verið fram um við­talið, meðal annars hér á Face­book, getur ekki flokkast sem annað en per­sónu­legar á­rásir og smánun á hendur vönduðum og skel­eggum frétta­manni, sem hefur ekki unnið annað til saka en að vinna vinnuna sína. Einar er ekki eini frétta- eða blaða­maðurinn sem hefur þurft að þola rætnar, per­sónu­legar á­rásir fyrir störf sín, oft frá fólki sem ætti að vita betur en að fara í manninn og skjóta sendi­boðann,“ segir hún.

Sig­ríður hefur þá til­finningu að harkan í þessari ó­mál­efna­legu um­ræðu hafi aukist og berg­máls­hellarnir dýpkað að undan­förnu.

„Ég óttast að það hafi á endanum þau á­hrif að fæla hæfi­leika­fólk frá blaða­mennsku, og hræði starfandi blaða­menn frá því að fjalla á gagn­rýninn hátt um stöðu um­deildra mála. Ég bý ekki yfir neinni spá­dóms­gáfu, en ég veit hvað kemur fyrir þjóð­fé­lög þegar blaða­menn hætta að þora að spyrja erfiðra spurninga. Til þess þarf enga spá­dóms­gáfu, sagan hefur kennt okkur það, aftur og aftur.“

Árið 2016 skrifaði ég bók sem heitir Eyland. Ég skrifaði hana aðallega fyrir sjálfa mig og ætlaði ekkert endilega að...

Posted by Sigríður Hagalín Björnsdóttir on Miðvikudagur, 28. október 2020