Sigraði fáfræðina og valdið með ljósið að vopni – Heimildarmynd um Sesselju í Sólheimum

Sesselja – Að fylgja ljósinu er 48 mínútna sögulega heimildarmynd um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur, frumkvöðul sem byggði upp Starfsemina á Sólheimum í Grímsnesi. Myndin er sýnd í kvöld, sunnudag á 90 ára afmælisdegi Sólheima 5.júlí, fæðingardag Sesselju fyrstu börnin komu til Sólheima.

Heimildarmyndin er frásögn af konunni sem óhrædd synti gegn straumnum og þröngsýnum tíðaranda og fyrst sinnti þroskaheftum og vanræktum á Íslandi. Sesselja varð frumkvöðull lífrænnar ræktunnar og nýrra uppeldisaðferða, fyrsti umhverfissinninn og stofnaði og byggði upp Sólheima í Grímsnesi. Saga þessarar konu er einstök og er sagan allt í senn hetjusaga, ástarsaga, pólitísk baráttusaga, trúarsaga og saga sem lætur engan ósnortinn.

Myndin er um konu sem var langt á undan sinni samtíð og háði ýmsa hildi við valdamenn og aðra sem tortyggðu fyrirætlanir hennar og hugmyndafræði. Sesselja bauð andstæðingum sínum byrginn og hafði betur.

Heimildarmyndin er í leikstjórn Steingríms Karlssonar en handrit skrifaði Ingólfur Margeirsson. Kvikmyndataka er í höndum Víðis Sigurðssonar, Sigmundar Arthúrssonar og Rúnars Hreinssonar. Klippingu annaðist einnig Steingrímur Karlsson.

Framleiðandi myndarinnar er Thor Productions og kom myndin út árið 2010.