Sigmundur segir Dag B. hafa haft rétt fyrir sér: Framsókn nýja Samfylkingin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for­maður Mið­flokksins var ánægður með framboð flokksins í borginni eftir að fyrstu tölur í Reykja­vík voru opinberaðar.

„Auð­vitað vona ég en þá að þetta breytist og þetta séu fyrst og fremst tölur úr vestur­hluta Reykja­víkur,“ sagði Sig­mundur.

„En ef þetta fer svona þá er ég engu að síður mjög stoltur af odd­vitanum okkar og fram­boðinu af því að þau raun­veru­lega trúa því sem við stöndum fyrir, ekki til að reyna vera tísku­fyrir­brigði,“ sagði Sigmundur.

„Þó það sé mér þvert um geð þá verð ég að viður­kenna að borgar­stjórinn Dagur B. Eggerts hafði heil­mikið til síns máls í ýmsu sem hann sagði áðan. Þetta stefnir í tap fyrir borgara­legu öflin í Reykja­vík. Það stefnir í tap fyrir flokka sem hafa á­hyggjur af rekstri borgarinnar. Af dellu verk­efnum eins og borgar­línu, hafa á­hyggjur af því að flug­völlurinn verð rekinn úr vatns­mýrinni. Þessir flokkar eru að tapa. Við erum að sjá rauða Reykja­vík raun­gerast,“ sagði Sig­mundur að lokum.